Van Gaal tekur Shaw á teppið

Luke Shaw er ekki í nógu góðu formi fyrir Louis …
Luke Shaw er ekki í nógu góðu formi fyrir Louis van Gaal. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur skipað bakverðinum unga Luke Shaw að æfa einn þar sem hann er ekki í nógu góðu formi til þess að standa sig í því álagi sem framundan er.

Shaw kom til liðsins í sumar frá Southampton en kom seinna til æfinga en flestir þar sem hann var með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Hann æfði einn í Washington í gær á meðan Wayne Rooney, Danny Welbeck og Phil Jones voru allir með aðalliðinu þrátt fyrir að hafa fengið jafnlangt frí og Shaw eftir HM.

„Ég er þjálfari sem sér hvern einstakling fyrir sig og hvers hann þarfnast. Luke verður að vera tilbúinn og það er hann ekki núna, ekki eins og ég vil hafa hann. Ég veit ekki ástæðuna, ég sé bara það sem ég sé. Við höfum talað saman og undirbúið áætlun fyrir hann, nú er bara að bíða og sjá hvað tekur langan tíma að fá hann góðan,“ sagði van Gaal.

Man Utd mætir Inter í æfingaleik í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert