Endurheimta forna frægð

Didier Drogba vann marga góða sigra með Chelsea og er …
Didier Drogba vann marga góða sigra með Chelsea og er nú kominn aftur. AFP

Það vakti athygli mína eins og svo margra að sjá framherjann Didier Drogba snúa aftur til Chelsea á dögunum, tveimur árum eftir að hafa yfirgefið liðið á frjálsri sölu og farið í víking til Kína. Drogba átti góðu gengi að fagna á átta ára tímabili hjá Chelsea, vann deildina þrívegis, FA-bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni, svo eitthvað sé nefnt.

Nú er hann kominn aftur, 36 ára gamall, en það efast enginn um hæfileika hans og margir varnarmenn hugsa eflaust til þess með hryllingi að þurfa að kljást við Fílabeinsstrendinginn á ný. En er þetta gott skref fyrir Drogba sjálfan? Hann var kosinn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea í könnun skömmu áður en hann fór fyrir tveimur árum og er gríðarlega vinsæll.

Maður gæti hins vegar ímyndað sér að mikil hætta væri á að hann kastaði rýrð á ferilinn hjá Chelsa ef hann stendur sig ekki. En ef litið er um öxl á aðrar endurkomur gamalla goðsagna kemur í ljós að í undantekningartilvikum hafi menn fallið í áliti stuðningsmanna eftir endurkomu. Enda vita fótboltaáhugamenn að þegar tekið er ástfóstur við leikmenn eins og um fjölskyldumeðlim sé að ræða, er forna frægðin lífseig.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert