Liverpool ekki sagt sitt síðasta í sumar

Brendan Rodgers hefur aldeilis rifið upp veski eiganda félagsins í …
Brendan Rodgers hefur aldeilis rifið upp veski eiganda félagsins í sumar. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann sé hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum í sumar þrátt fyrir að hafa verið ansi ötull fyrir.

Liverpool rétt missti af sínum fyrsta meistaratitli frá árinu 1990 í vor og hefur þegar eytt tæpum 90 milljónum punda í sex leikmenn, þá Adam Lallana, Dejan Lovren, Rickie Lambert, Emre Can, Lazar Markovic og Divock Origi.

„Við erum enn að leitast eftir því að styrkja ákveðnar stöður í hópnum svo við vonumst til að fleiri leikmenn komi áður en ágústmánuður er allur. Við höfum keypt sérstaka menn sem ætluð eru sérstök hlutverk en erum ekki hættir,“ sagði Rodgers sem er ánægður með nýju mennina.

„Þeir hafa aðlagast vel sem gerir hlutina einfaldari. Auðvitað eru sumir ungir og koma frá öðrum löndum eins og Emre Can, það mun taka tíma að venjast nýjum aðstæðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert