Torres er ekki á förum

Fernando Torres hefur átt erfitt uppdráttar en er ekki á …
Fernando Torres hefur átt erfitt uppdráttar en er ekki á förum. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að spænski framherjinn Fernando Torres muni ekki yfirgefa félagið í sumar.

Torres varð dýrasti leikmaður í sögu Chelsea þegar liðið keypti hann á 50 milljónir punda frá Liverpool árið 2011, en hefur átt erfitt uppdráttar hjá liðinu. Chelsea hefur bætt þeim Diego Costa og Didier Drogba við framherjaflota sinn en Mourinho segir að allir þrír séu þeir mikilvægir liðinu.

Chelsea var í morgun orðað við Edison Cavani, leikmann PSG, en sjálfur hefur Mourinho gefið út að hann sé ánægður með það lið sem hann hefur í höndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert