Liverpool að landa bakvarðapari?

Alberto Moreno til varnar í æfingaleik gegn Lyon fyrir rúmri …
Alberto Moreno til varnar í æfingaleik gegn Lyon fyrir rúmri viku. AFP

Liverpool virðist vera að landa bakvarðaparinu Alberto Moreno og Javi Manquillo sem báðir koma úr spænsku 1. deildinni í knattspyrnu, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, er farinn til Spánar til að freista þess að ganga frá samningum um leikmennina tvo.

Moreno er vinsti bakvörður og leikmaður Sevilla. Talið er að hann kosti Liverpool um 20 milljónir punda. Manquilo, sem er hægri bakvörður Atlético Madrid, myndi hins vegar koma á láni í tvær leiktíðir og kosta Liverpool 6 milljónir punda í kjölfarið.

Liverpool hefur þegar ráðstafað um það bil 90 milljónum punda í leikmenn í sumar, eftir að hafa selt Luis Suárez til Barcelona, og því ljóst að með því að fá bakverðina tvo færi félagið yfir 100 milljóna múrinn. Félagið keypti Rickie Lambert, Adam Lallana og Dejan Lovren frá Southampton, Divock Origi frá Lille, Emre Can frá Leverkusen og Lazar Markovic frá Benfica.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert