Wenger: Þurfum annan ef Vermaelen fer

Thomas Vermaelen var með Belgíu á HM í Brasilíu í …
Thomas Vermaelen var með Belgíu á HM í Brasilíu í sumar. AFP

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal viðurkenndi á fréttamannafundi í dag að það væri vel mögulegt að belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen færi frá félaginu í sumar.

Vermaelen, sem er 28 ára gamall, hefur verið orðaður við Manchester United í sumar en hann lék aðeins 14 leiki með Arsenal í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

„Vermaelen er meiddur. Það er mögulegt að hann fari. Ef hann fer þá verðum við að finna einhvern annan í staðinn því hann er mikilvægur hluti af hópnum,“ sagði Wenger.

Arsenal hefur fengið til sín Calum Chambers frá Southampton, Alexis Sánchez frá Barcelona, Mathieu Debuchy frá Newcastle og markvörðinn David Ospina frá Nice í sumar.

„Ég er mjög ánægður því við höfum náð því sem við vildum og ég vonast eftir að við bætum enn frekar við. Það er 1. ágúst og glugginn lokar ekki fyrr en 31. ágúst. Það er langur tími þangað til. Við erum fyrr á ferðinni en vanalega enda var úrvalið betra á markaðnum en stundum áður,“ sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert