Nani orðinn leikmaður Sporting

Nani í viðtali í Portúgal í dag.
Nani í viðtali í Portúgal í dag. Ljósmynd/Twitter

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Nani er orðinn leikmaður Sporting Lissabon á ný eftir sjö ára veru hjá Manchester United. Gengið hefur verið frá eins árs lánssamningi á Nani frá United til Sporting.

Nani sem er 27 ára lék með Sport­ing á ár­un­um 2005-2007 áður en United keypti hann fyr­ir 25,5 millj­ón­ir evra. Í sept­em­ber í fyrra skrifaði Nani und­ir nýj­an samn­ing við Manchester United sem gild­ir til árs­ins 2018.

Hann var ekki í byrj­un­arliði United gegn Sw­an­sea í 1. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar á laug­ar­dag, en kom þó inn á fyr­ir Javier Hern­and­ez í hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert