Engin eftirsjá hjá Wenger

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist ekki sjá eftir því að hafa ekki endurnýjað kynnin við spænska miðjumanninn Cesc Fabregas í sumar.

Arsenal hafði rétt á að kaupa Fabregas aftur frá Barcelona en Wenger ákvað að nýta sér ekki þann möguleika. Í staðinn fór Fabregas til Chelsea og hann átti frábæran leik í 3:1 sigri liðsins á mótum nýliðum Burnley á mánudagskvöld.

„Það er engin eftirsjá hjá mér að hafa ekki tekið hann en ég saknaði hans þegar hann fór frá okkur,“ segir Wenger.

Fabregas lék rúmlega 300 leiki með Arsenal þann tíma sem hann lék með liðinu en eftir að hafa farið til Barcelona og spilað með liðinu í þrjú sneri hann aftur til London og samdi til fimm ára við Chelsea.

Wenger viðurkennir að það hafi verið undarlegt að sjá Fabregas í Chelsea treyjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert