Moody hættur vegna viðbjóðslegu skilaboðanna

Ian Moody og Malky Mackay skiptust á ljótum skilaboðum og …
Ian Moody og Malky Mackay skiptust á ljótum skilaboðum og það ætlar að reynast þeim dýrkeypt. AFP

Ian Moody sagði í dag upp starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Crystal Palace, í kjölfar þess að upp komst um viðbjóðslegar skeytasendingar hans og knattspyrnustjórans Malky Mackay þegar þeir voru báðir starfsmenn Cardiff City.

Moody tók við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Palace í nóvember í fyrra. Eftir að Tony Pulis sagði starfi sínu sem knattspyrnustjóri félagsins lausu á dögunum var útlit fyrir að Moody myndi endurnýja kynni sín við Mackay. Nú er hins vegar ljóst að hvorugur þeirra mun starfa fyrir Palace í vetur, eftir að félagið komst á snoðir um skeytasendingar þeirra.

Cardiff fékk lögfræðistofuna Mishcon de Reya til að skoða hvort eitthvað misjafnt hefði átt sér stað við kaup á átta leikmönnum félagsins. Lögfræðistofan fékk heimild til leitar á heimili Moodys þar sem tölvur og símar voru gerð upptæk.

Um 70.000 textaskilaboð og 100.000 tölvupóstar fundust og í þeim var að finna skilaboð uppfull af kynþáttaníði, kvenhatri og öðrum viðbjóði. Samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins var Cardiff knúið til að tilkynna um þessi níðskilaboð sem tengdust leikmönnum, umboðsmönnum og starfsmönnum annarra félaga.

Dæmi um skilaboð sem þeir Moody og Mackay sendu sín á milli eru:

Áfram feiti Phil. Það jafnast ekkert á við júða sem missir af tækifærinu til að eignast pening.“ Rætt um umboðsmanninn Phil Smith.

Hann er snákur. Samkynhneigður snákur. Það ætti ekki að treysta honum.“ Rætt um forráðamann annars félags.

Helvítis núðlur. Fjandinn hafi það. Það er nóg af hundum í Cardiff fyrir alla.“ Rætt um komu Suður-Kóreumannsins Kim Bo-Kyung.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert