Enski boltinn í beinni

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea mæta Burnley í …
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea mæta Burnley í dag. AFP

Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og verður fylgst með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is í Enski boltinn í beinni. Dagurinn hefst á viðureign Aston Villa og Newcastle í hádeginu. Fjórir leikir eru svo á dagskrá klukkan 14, en þá verður Gylfi Þór Sigurðsson meðal annars í eldlínunni með Swansea gegn Burnley. Loks mætast Everton og Arsenal klukkan 16.30.

Þá eiga þrjú Íslendingalið í ensku B-deildinni leiki í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sækja Wolves heim, Charlton með Jóhann Berg Guðmundsson innanborðs heimsækir Huddersfield og Kári Árnason og liðsfélagar hans í Rotherham mæta Millwall. Allir leikirnir þrír hefjast klukkan 14 og munum við segja frá því hvernig okkar menn stóðu sig í dag í Enski boltinn í beinni hér á mbl.is.

Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni
11.45 Aston Villa – Newcastle
14.00 Swansea   Burnley
14.00 Crystal Palace – West Ham
14.00 Chelsea – Leicester
14.00 Southampton – WBA
16.30 Everton - Arsenal 

Fylgjast má með öllu því helsta í enska boltanum í dag í ENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert