Mourinho: Spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik

José Mourinho sá mikla breytingu á liði Chelsea í seinni …
José Mourinho sá mikla breytingu á liði Chelsea í seinni hálfleik gegn Burnley í dag. AFP

„Ég sagði mínum mönnum í hálfleik að þeir væru ekki að spila nógu vel til þess að vinna leikinn og við værum í hættu,“ sagði José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea í viðtali eftir 2:0-sigurinn á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Í seinni hálfleiknum vorum við mun ákveðnari og ég fór að fá á tilfinninguna að við værum ekki lengur á neinu hættusvæði og þetta væri allt á leið í rétta átt hjá okkur. Það kom í raun allt annað lið inn á völlinn hjá okkur í seinni hálfleik ef horft er til spilamennskunar,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leikinn í dag.

Spænski framherjinn Diego Costa hefur nú skorað mark í báðum deildarleikjum Chelsea í deildinni og Mourinho er ánægður með byrjun hans á leiktíðinni. Diego Costa og Eden Hazard skoruðu mörk Chelsea í 2:0-sigrinum á Leicester í dag.

„Ég fékk þá tilfinningu strax á undirbúningstímabilinu að hann myndi ekki vera í  neinum vandræðum með að aðlagast liðinu. Hann er líka þægilegur náungi, þó hann tali lélega ensku enn sem komið er, reynir hann alltaf að eiga í samskiptum við alla í kringum sig. Hvernig hann spilar, er akkúrat það sem við þurftum inn í okkar lið,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert