Gylfi sló út Kára

Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea eru komnir áfram í …
Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea eru komnir áfram í enska deildabikarnum. AFP

Swansea sló í kvöld út Rotherham í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu eftir 1:0-sigur í 2. umferð. Bafétimbi Gomis skoraði eina mark leiksins. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru því komnir áfram, en Kári Árnason og hans menn í Rotheram eru úr leik. Gylfi kom inn á sem varamaður hjá Swansea í kvöld á 59. mínútu en Kári lék allan leikinn í vörn Rotherham.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Charlton á 79. mínútu í leik gegn Derby í sömu keppni í kvöld. Derby vann leikinn, 1:0.

Aron Einar Gunnarsson var hins vegar ekki í leikmannahópi Cardiff, sem sló út Port Vale, 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert