Rooney nýr fyrirliði enska landsliðsins

Wayne Rooney tekur við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard.
Wayne Rooney tekur við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard. AFP

Wayne Rooney hefur verið skipaður nýr fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson greindi frá þessu í dag.

Rooney, sem tók við fyrirliðastöðunni hjá Manchester United fyrir tímabilið, tekur við fyrirliðabandinu hjá Englendingum af Steven Gerrard sem fyrr í sumar ákvað að láta staðar numið með enska landsliðinu.

Rooney hefur leikið 95 leiki með enska landsliðinu og hefur í þeim skorað 40 mörk og átt 17 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert