Chelsea ætlar að fá Rémy í stað Torres

Loic Rémy vill komast frá QPR til stærra félags.
Loic Rémy vill komast frá QPR til stærra félags. AFP

Chelsea hefur hafið viðræður við QPR um kaup á franska framherjanum Loic Rémy, eftir að félagið lét Fernando Torres fara að láni til AC Milan til næstu tveggja ára.

Gengi var frá samkomulagi við AC Milan í dag og þurfa Chelsea-menn að hafa hraðar hendur til að fá framherja í stað Torres nú þegar lokað verður fyrir félagaskipti á miðnætti á mánudagskvöld.

Daily Telegraph og Daily Mail greina frá því að viðræður á milli Chelsea og QPR séu hafnar. Rémy er sagður vilja komast í stærra félag en hann var á barmi þess að ganga í raðir Liverpool í sumar en féll á læknisskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert