Agger genginn í raðir Bröndby

Daniel Agger er farinn frá Liverpool sem og Luis Suárez …
Daniel Agger er farinn frá Liverpool sem og Luis Suárez sem er með honum á myndinni. AFP

Liverpool staðfestir á vef sínum í dag að danski miðvörðurinn Daniel Agger sé genginn í raðir síns gamla félags í Danmörku, Bröndby.

Agger, sem er 29 ára gamall, hóf feril sinn með Bröndby en í janúar 2006 skrifaði hann undir samning við Liverpool. Á þeim níu árum sem hann lék með Liverpool lék Agger 232 leiki með liðinu og skoraði í þeim 14 mörk

„Liverpool hefur verið stór hluti að líf mínu og fjölskyldu minnar svo lengi. Það er því afar erfitt að yfirgefa félagið. Ég hef hafnað mörgum tilboðum frá enskum úrvalsdeildarliðum og liðum í Evrópu en ég valdi að fara heim til Bröndby,“ segir Agger á vef Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert