Blind fer til Manchester United

Daley Blind (t.v.) baráttunni við Brasilíumanninn Ramires á HM.
Daley Blind (t.v.) baráttunni við Brasilíumanninn Ramires á HM. AFP

Manchester United og hollenska meistaraliðið Ajax hafa náði samkomulagi um félagaskipti landsliðsmannsins Daley Blind til Manchester United.

Þetta kemur fram á vef Ajax í dag. Blind er 24 ára gamall hollenskur landsliðsmaður sem er uppalinn í Ajax og hefur fagnað hollenska meistaratitlinum með liðinu undanfarin fjögur ár. Blind hefur leikið 19 leiki með hollenska landsliðinu en hann vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með Hollendingum á HM í sumar. Hann getur leikið í stöðu vinstri bakvarðar og sem varnarsinnaður miðjumaður.

Talið er að United greiði 14 milljónir punda fyrir Blind og verður hann fimmti leikmaðurinn sem Louis van Gaal fær til liðs við í sumar en hinir fjórir eru Angel Di Maria, Marcos Rojo. Ander Herrera og Luke Shaw.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert