Chelsea vann í níu marka leik

Diego Costa skoraði tvö í dag og hafði ástæðu til …
Diego Costa skoraði tvö í dag og hafði ástæðu til að fagna ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Það vantaði ekki mörkin í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þegar Everton tók á móti Chelsea. Alls voru átta mörk skoruð í leiknum sem endaði með 6:3-sigri Chelsea.

Diego Costa og Branislav Ivanovic komu Chelsea í 2:0 strax eftir þriggja mínútna leik. Draumabyrjun þeirra, en Kevin Mirallas minnkaði muninn rétt fyrir hlé, 2:1 í hálfleik.

Um miðjan síðari hálfleikinn kom ótrúlegur kafli þar sem fimm mörk litu dagsins ljós á ellefu mínútna kafla. Fyrst skoraði Seamus Coleman sjálfsmark sem kom Chelsea í 3:1 áður en Steven Naismith minnkaði muninn á ný tveimur mínútum síðar.

Nemanja Matic kom Chelsea í 4:2 á 74. mínútu áður en Samuel Eto‘o skoraði fyrir Everton skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður. Ramires bætti hins vegar  við marki mínútu síðar. Diego Costa innsiglaði svo 6:3 sigur Chelsea þegar skammt var eftir.

Fylgst var með gangi mála í ENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert