Gylfi lagði upp tvö – Stoke lagði City

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Swansea í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö marka Swansea í dag. AFP

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að láta til sín taka. Fylgst var með gangi mála í öllum leikjunum í ENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

Gylfi lagði upp tvö mörk í 3:0-sigri Swansea á West Brom, bæði fyrir Nathan Dyer, og hefur nú lagt upp fjögur mörk og skorað eitt í fyrstu þremur leikjunum. Enginn leikmaður deildarinnar hingað til hefur lagt upp fleiri mörk en Gylfi.

Stoke gerði góða ferð til Manchester og lagði meistara City, 1:0, með marki Mame Biram Diouf. Charlie Austin tryggði QPR sigur á Sunderland og Morgan Schneiderlin skoraði tvívegis fyrir Southampton sem kom til baka og lagði West Ham á útivelli, 3:1.

Þá komst Crystal Palace yfir eftir hálfa mínútu gegn Newcastle í fyrsta leik Neil Warnock við stjórnvölinn hjá Palace. Newcastle jafnaði metin tvisvar í leiknum en komst yfir tveimur mínútum fyrir leikslok. Wilfried Zaha jafnaði hins vegar metin á fimmtu mínútu uppbótartíma, lokatölur 3:3.

 Fylgst var með gangi mála íENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert