Gylfi Þór fékk góða dóma

Gylfi Þór í baráttunni í dag.
Gylfi Þór í baráttunni í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir leik sinn með Swansea gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Swansea fagnaði 3:0 sigri og lagði Gylfi upp tvö marka sinna manna og hann hefur þar með átt fjórar stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum Swansea í deildinni og þá skoraði hann sigurmarkið gegn Manchester United á Old Trafford.

Gylfi fékk 9 í einkunn hjá netmiðlinum Walesonline eða jafnháa og Nathan Dyer sem var valinn maður leiksins. Sky Sports gaf Gylfa 8 í einkunn fyrir frammistöðuna og

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert