Fletcher ekki farinn að örvænta

Darren Fletcher gekk svekktur af velli eftir 1:1-jafntefli gegn Burnley …
Darren Fletcher gekk svekktur af velli eftir 1:1-jafntefli gegn Burnley í gær. AFP

Skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United segir að engin örvænting sé komin í liðið þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu, en United er enn án sigurs eftir þrjá leiki.

Louis van Gaal tók við liðinu í sumar og lætur það spila aðra leikaðferð sem Fletcher segir enn vera að venjast. „Það er erffitt andlega að vera enn án sigurs en við vissum að þetta yrði erfitt. Við erum að læra nýtt kerfi og þróa nýjar hugmyndir. Það mun gera okkur betri til langs tíma,“ sagði Fletcher.

„Við verðum að treysta á hugmyndir stjórans. Það eru fleiri hlutir en nýtt leikkerfi sem skiptir máli, en ég er viss um að við munum snúa blaðinu við,“ sagði Fletcher og er ánægður með þær breytingar sem van Gaal hefur gert í sumar.

„Hann var mjög hreinskilinn við leikmennina og við erum þakklátir fyrir það. Það mátti búast við breytingum eftir vonbrigði síðasta tímabils.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert