Magath hættur með Fulham

Felix Magath náði litlum árangri með Fulham.
Felix Magath náði litlum árangri með Fulham. AFP

Þjóðverjinn Felix Magath er hættur sem knattspyrnustjóri Fulham í ensku B-deildinni. Fulham sem féll í vor úr ensku úrvalsdeildinni, hefur gengið afleitlega í upphafi tímabils og hefur aðeins 1 stig í botnsæti B-deildarinnar eftir 7 leiki. Kit Symons mun stýra Fulham þar til varanlegur eftirmaður Magath verður fundinn.

Fulham aðeins skorað 6 mörk í leikjunum 7 en fengið á sig 18 mörk og eina stigið í haust kom eftir jafntefli við Cardiff, en þar hefur árangurinn ekki heldur verið til að hrópa húrra fyrir, enda rak Cardiff Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra fyrr í dag.

Felix Magath er 61 árs og tók við Fulham 14. febrúar eftir að Lundúnaliðið losaði sig við René Meulensteen. Magath hefur í gegnum tíðina stýrt liðum á borð við Bayern München, Hamburg, Stuttgart, Schalke, Werder Bremen og Wolfsburg. Fimm sinnum gerði hann lið að þýskum meistara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert