Tottenham skoraði ekki í Belgrad

Jan Vertonghen varnarmaður Tottenham með boltann í leiknum í Belgrad …
Jan Vertonghen varnarmaður Tottenham með boltann í leiknum í Belgrad í kvöld en Vladimir Volkov leikmaður Partizan fylgist með honum. AFP

Tottenham hóf keppni í Evrópudeild UEFA á þessu tímabili með markalausu jafntefli gegn Partizan í Belgrad, höfuðborg Serbíu.

Tottenham byrjaði þó leikinn með látum því Harry Kane skaut í stöng strax á 2. mínútu leiksins. En það voru fölsk fyrirheit og leikurinn endaði 0:0. 

Rúrik Gíslason lék fyrsta klukkutímann með FC Köbenhavn sem vann HJK Helsinki frá Finnlandi, 2:0, á  Parken. 

Helmingi leikja kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og úrslit urðu þessi:

A-riðill:
Apollon Limassol - Zürich 3:2
Mönchengaldbach - Villarreal 1:1

B-riðill:
Club Brugge - Tórínó 0:0
FC Köbenhavn - HJK Helsinki 2:0

C-riðill:
Besiktas - Asteras Tripolis 1:1
Partizan Belgrad - Tottenham 0:0

D-riðill:
Dinamo Zagreb - Astra Giurgiu 5:1
Salzburg - Celtic 2:2

E-riðill:
PSV Eindhoven - Estoril 1:0
Panathinaikos - Dinamo Moskva 1:2

F-riðill:
Qarabag - Saint Etienne 0:0
Dnipro - Inter Mílanó 0:1

Leikirnir í hinum sex riðlum keppninnar hófust klukkan 19.05 og þar er m.a. Ragnar Sigurðsson á ferð með Krasnodar frá Rússlandi sem spilar gegn Lille í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert