Wenger íhugar að fá miðvörð frítt

Diego Lugano var fyrirliði úrúgvæska landsliðsins í fyrsta leik á …
Diego Lugano var fyrirliði úrúgvæska landsliðsins í fyrsta leik á HM í Brasilíu en lék ekki fleiri leiki. AFP

Arsenal er á höttunum eftir miðverði en liðið er ansi þunnskipað þegar kemur að varnarmönnum þessa dagana og var aðeins með þrjá reynda varnarmenn til taks fyrir leikinn við Dortmund í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Arsene Wenger er sagður vera í leit að varamanni fyrir þá Per Mertesacker og Laurent Koscielny sem alla jafna mynda miðvarðapar Arsenal. Þar sem að félagaskiptaglugginn er lokaður fram að áramótum mun Wenger vera að íhuga að fá leikmann sem er án samnings.

Samkvæmt Daily Mail eru það Úrúgvæinn Diego Lugano og Nígeríumaðurinn Joseph Yobo sem koma helst til greina. Báðir hafa reynslu úr úrvalsdeildinni en Yobo lék með Everton og Norwich, og Lugano var hjá WBA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert