Kranjcar tryggði QPR stig

Niko Kranjcar skoraði glæsilegt jöfnunarmark úr aukaspyrnu.
Niko Kranjcar skoraði glæsilegt jöfnunarmark úr aukaspyrnu. AFP

QPR og Stoke gerðu 2:2-jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn fjörugur en það var Niko Kranjcar sem tryggði QPR stig með því að jafna metin beitn úr aukaspyrnu rétt fyrir leikslok.

Stoke komst tvívegis yfir í leiknu. Mame Biram Diouf skoraði á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Victors Moses og skalla frá Peter Crouch. Steven Caulker jafnaði metin rétt fyrir hálfleik með skalla eftir hornspyrnu en markið skráist hugsanlega sem sjálfsmark Crouch sem sparkaði í knöttinn við marklínuna.

Crouch skoraði hins vegar í rétt mark snemma í seinni hálfleik eftir góðan undirbúning Moses, en það dugði ekki til þar sem Kranjcar skoraði úr aukaspyrnunni eins og áður segir.

QPR er því með 4 stig eftir 5 leiki en Stoke með 5 stig.

Fylgst er með öllum leikjum dagsins í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert