Özil góður í sigri Arsenal

Mesut Özil skoraði eitt mark og lagði upp annað í …
Mesut Özil skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:0-sigri Arsenal á Aston Villa í dag. AFP

Eftir að hafa legið undir gagnrýni að undanförnu sýndi Þjóðverjinn Mesut Özil sitt rétta andlit fyrir Arsenal í dag, þegar Lundúnaliðið vann Aston Villa, 3:0. Öll mörk leiksins komu á fimm mínútna kafla í seinni hluta fyrri hálfleiks, en fyrir utan þennan sex mínútna kafla var leikurinn frekar bragðdaufur.

Mesut Özil kom Arsenal yfir á 33. mínútu og mínútu síðar lagði Özil upp mark fyrir Danny Welbeck. Þetta var fyrsta mark Welbeck fyrir Arsenal. Aly Cissokho skoraði svo sjálfsmark fyrir Aston Villa á 36. mínútu.

Papiss Cisse bjargaði stigi fyrir Newcastle sem lenti 2:0 undir gegn Hull City. Nikica Jelavic og Mohamed Diame komu Hull í 2:0, áður en Cisse kom inn á sem varamaður hjá Newcastle og skoraði bæði mörk liðsins í 2:2-jafntefli.

Kenýamamaðurinn Victor Wanyama skoraði sigurmark Southampton í 1:0-sigri á Swansea. Svanirnir léku manni færri í um 50 mínútur eftir að framherjinn Wilfried Bony fékk rautt spjald. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Swansea.

Þá gerðu Burnley og Sunderland markalaust jafntefli. Einum leik er ólokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er viðureign Liverpool og West Ham. Fylgst er með á mbl.is í dag í ENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert