Nýr stjóri hjá Leeds

Darko Milanic
Darko Milanic Mynd/Heimasíða Sturm Graz

Enska knattspyrnuliðið Leeds United hefur komist að samkomulagi við austurríska félagið Sturm Graz að knattspyrnustjóri liðsins, Darko Milanic taki við Leeds. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Sky um málið.

Hinn 46 ára Milanic, sem lék bæði með landsliðum Slóveníu og Júgóslavíu, er sagður hafa klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleyft að kaupa sig út úr samningnum. Milanic tekur því við af bráðabirgðastjóra Leeds, Neil Redfearn, en hann stýrði liðinu eftir að Dave Hockaday var rekinn.

Milanic hefur verið aðalþjálfari Sturm Graz undanfarið ár en hann stýrði áður slóvenska liðinu Maribor með góðum árangri þar sem hann vann níu titla á fimm árum við stjórnvölinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert