Æfingaleikir hjá Man. Utd á Meistaradeildarkvöldum?

Manchester United varð Evrópumeistari árið 2008 en nú er öldin …
Manchester United varð Evrópumeistari árið 2008 en nú er öldin önnur. AFP

Forráðamenn Manchester United íhuga að skipuleggja æfingaleiki fyrir liðið sem leiknir yrðu erlendis í miðri viku, nú þegar United er hvorki í Meistaradeild Evrópu né í enska deildabikarnum.

Lítið er um leiki hjá United miðað við síðustu ár en fram að áramótum eru aðeins deildarleikir á dagskránni hjá liðinu. Þess vegna segir Richard Arnold, yfirmaður markaðsmála hjá United, að unnið sé að því að finna spennandi leiki gegn erlendum andstæðingum.

United lék fimm leiki í Bandaríkjunum á undirbúningstímabilinu og að minnsta kosti 50.000 áhorfendur mættu á þá alla. Flestir mættu á leik liðsins við Real Madrid í Michigan, hvorki fleiri né færri en 109.318 áhorfendur. Þetta kveðst Arnold í samtali við BBC vonast til að geti einnig orðið raunin í æfingaleikjum á miðju tímabili, og hann telur að knattspyrnustjórinn Louis van Gaal sé hrifinn af hugmyndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert