Arsenal sleppur við að mæta Drogba

Didier Drogba í leik gegn Manchester City á dögunum.
Didier Drogba í leik gegn Manchester City á dögunum. AFP

Diego Costa verður í byrjunarliði Chelsea í kvöld þegar liðið mætir Sporting Lissabon í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, að sögn knattspyrnustjórans José Mourinho.

Costa hefur skorað átta mörk í sex úrvalsdeildarleikjum en Mourinho hefur hingað til ekki treyst markahróknum til að vera byrjunarliðsmaður tvisvar í sömu viku, vegna meiðsla í læri. Þrátt fyrir að Costa hafi spilað gegn Aston Villa á laugardag, og þó að Chelsea eigi mikilvægan leik við Arsenal á sunnudag, þá mun Costa hefja leik í kvöld.

Mourinho er aðeins með Frakkann Loic Rémy til taks í staðinn fyrir Costa því Didier Drogba er meiddur. Drogba verður frá keppni næstu vikur vegna ökklameiðsla og nær því ekki að mæta sínum uppáhalds andstæðingi, Arsenal, en hann hefur skorað 15 mörk í jafnmörgum leikjum gegn Arsenal í gegnum tíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert