Pardew er ekki á förum

Alan Pardew
Alan Pardew AFP

Alan Pardew verður enn um sinn knattspyrnustjóri Newcastle þrátt fyrir ósigurinn gegn Stoke í gærkvöld en Sky Sports kveðst hafa heimildir fyrir því að hann eigi ekki á hættu að missa starfið á næstunni þó liðinu hafi gengið illa það sem af er tímabilinu.

Mike Ashley stjórnarformaður Newcastle sagði fyrir leikinn gegn Stoke að Pardew yrði rekinn ef liðið myndi tapa, en eftir leik dró hann í land. Pardew kvaðst þá eiga fyrir höndum viðræður við forráðamenn félagsins um framhaldið.

Samkvæmt Sky verður Pardew áfram við stjórnvölinn þegar Newcastle mætir Swansea á laugardaginn, og að hann eigi ekki á hættu að vera rekinn þó sá leikur tapist. Pardew og Ashley muni hinsvegar funda áfram reglulega næstu daga um stöðu mála.

Newcastle er með aðeins þrjú stig eftir sex umferðir í ensku úrvalsdeildinni, og liðið hefur ekki ennþá unnið leik. Pardew hefur stýrt liðinu frá 2010 og mikla athygli vakti þegar hann skrifaði undir nýjan samning til átta ára í lok september 2012. Bent hefur verið á að það myndi reynast Newcastle gífurlega kostnaðarsamt að reka hann úr starfi.

Pardew var stjóri West Ham þegar íslenskir fjárfestar eignuðust félagið í nóvember 2006 og hann var rekinn þaðan strax í næsta mánuði á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert