Lykilmenn vantar hjá Wales

Joe Allen, til hægri, spilar ekki með Wales.
Joe Allen, til hægri, spilar ekki með Wales. AFP

Velska landsliðið í knattspyrnu verður án tveggja lykilmanna þegar það mætir Bosníu og Kýpur í undankeppni Evrópumótsins 10. og 13. október.

Aaron Ramsey frá Arsenal og Joe Allen frá Liverpool eru báðir meiddir og verða ekki með og munar um minna.

Landsliðsþjálfarinn Chris Coleman hefur kallað sex nýliða inní sinn hóp fyrir leikina. Þar á meðal er einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni, Tom Lawrence frá nýliðum Leicester og varnarmaðurinn Rhoys Wiggins, sem er samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Charlton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert