Pellegrini: Enn tólf stig í boði

Yaya Touré og Seydou Keita eigast við í leik Manchester …
Yaya Touré og Seydou Keita eigast við í leik Manchester City og Roma. AFP

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, kvaðst vera vonsvikinn með jafnteflið gegn Roma, 1:1, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en nóg væri eftir af riðlakeppninni.

City tapaði fyrir Bayern München á útivelli í fyrstu umferðinni og nú er Bayern með 6 stig, Roma 4, City 1 en CSKA Moskva ekkert eftir tvær fyrstu umferðinar af sex. Tvö efstu liðin komast í sextán liðla úrslit.

„Við erum bara með eitt stig af sex mögulegum, en samt bara þremur stigum á eftir Roma svo það er áfram mikið í húfi. Við vonumst eftir því að vinna næsta leik í Rússlandi og sjáum við til hvað gerist gegn Bayern. Það eru enn tólf stig í boði fyrir okkur og við munum leggja allt í sölurnar til að komast áfram," sagði Pellegrini, sem þarf að huga að deildaleikjum við Aston Villa og Tottenham áður en kemur að leiknum við CSKA í Moskvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert