Tiote vill fara frá Newcastle

Cheick Tiote í baráttu við Curtis Davies leikmann Hull.
Cheick Tiote í baráttu við Curtis Davies leikmann Hull. AFP

Cheick Tiote miðjumaðurinn öflugi í liði Newcastle vill yfirgefa herbúðir félagsins en Newcastle er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki unnið leik það sem er af er.

„Ég vil fara frá Newcastle. Ég hef verið með liðinu í fjögur ár en ég tel að það sé komin tími á nýja áskorun,“ sagði Fílabeinsstrendingurinn í viðtali við fjölmiðla í heimalandi sínu.

Meðal þeirra liða sem hafa sýnt áhuga á að fá Tiote til liðs við sig eru Arsenal og rússneska liðið Lokomotiv Moskva. Tiote, sem er 28 ára gamall, kom til Newcastle frá hollenska liðinu Twente árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert