Rodgers: Vorum sammála um Sturridge

Daniel Sturridge meiddist á æfingu með enska landsliðinu.
Daniel Sturridge meiddist á æfingu með enska landsliðinu. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa þurft að standa í neinum deilum við Roy Hodgson landsliðsþjálfara Englands um það hvort Daniel Sturridge yrði valinn í landsliðshópinn sem tilkynntur var í dag.

Sturridge hefur átt við meiðsli að stríða frá því að hann meiddist á æfingu með enska landsliðinu í síðasta mánuði. Rodgers var óánægður með það að Sturridge skyldi ekki fá nauðsynlega hvíld og tjáði sig um það opinberlega. Þeir Hodgson virðast hins vegar hafa verið sammála um að Sturridge væri ekki klár í að spila fyrir England eftir viku.

„Við Roy ræddum saman og við vorum sammála um að það væri of snemmt fyrir Daniel Sturridge að vera í enska landsliðshópnum,“ sagði Rodgers.

„Ég ræddi við Roy um stöðuna á Daniel en ég get ekki verið að hugsa um England þegar hann er ekki í standi til að spila fyrir Liverpool. Hann hefur glímt við meiðsli í fjórar vikur, sem er langur tími, og ég vil bara að hann geti byrjað að spila aftur fyrir Liverpool,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert