„Þurfum að læra að drepa leikina“

Leikmenn United fagna marki.
Leikmenn United fagna marki. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United vísar því á bug að leikmenn hans séu ekki í nægilega góðu formi.

United hefur aðeins tekist að skora eitt mark á síðasta hálftímanum í leikjum sínum á tímabilinu og hafa vaknað spurningar um það hvort leikmenn liðsins skorti úthald á lokakafla leikjanna.

Í síðustu tveimur leikjum sínum hefur United náð að hanga á 2:1-forystu en Van Gaal kennir því ekki um að menn séu ekki í nægilega góðu formi.

„Ég held að leikmenn mínir séu í nægilega góðu formi miðað við það sem ég hef séð til þeirra. Þeir eru að berjast fram á síðustu stundu svo ég er mjög ánægður með ástríðu minna manna. Við þurfum hins vegar að læra að „drepa“ leikina og þú getur ekki gert það með einum eða þremur leikmönnum heldur verðum við að gera það með 11 leikmönnum,“ segir Van Gaal.

Manchester United sækir WBA heim í lokaleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert