Cardiff að rétta úr kútnum

Aron Einar Gunnarsson fagnaði sigri í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson fagnaði sigri í kvöld. mbl.is/Golli

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff eru komnir upp í 10. sæti ensku B-deildarinnar í knattspyrnu eftir tvo sigra í röð en þeir unnu sigur á Ipswich í kvöld, 3:1, eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff sem hefur farið vel af stað undir stjórn Russells Slade sem tók við sem knattspyrnustjóri liðsins fyrr í mánuðinum.

Kári Árnason lék allan leikinn í vörn Rotherham sem gerði 3:3-jafntefli við Fulham á heimavelli. Rotherham er í 14. sæti deildarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki leikið með Charlton í 2:1-sigri á Bolton en hann er enn frá keppni vegna meiðsla. Charlton er í 7. sæti með 22 stig. Derby er á toppnum með 26 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert