Rodgers ósáttur við treyjuskiptin hjá Balotelli

Mario Balotelli í leiknum gegn Real Madrid í kvöld.
Mario Balotelli í leiknum gegn Real Madrid í kvöld. AFP

Ítalski skrautfuglinn Mario Balotelli framherji Liverpool á von á áminningu frá knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers eftir að hafa skipst á treyju við einn leikmann Real Madrid í hálfleik í leik liðanna á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld.

Balotelli hafði treyjuskipti við varnarmanninn Pepe þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik en staðan var þá, 3:0, Real Madrid vil. Balotelli sneri ekki aftur inn á völlinn í seinni hálfleik en Rodgers ákvað að skipta honum af velli enda var Ítalinn arfaslakur eins og í mörgum síðustu leikjum með Liverpool.

„Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sjá. Ef þú vilt skipta á treyju við mótherja þinn þá gerir þú það í leikslok. Ég mun takast á við þetta á morgun,“ sagði Rodgers eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert