Van Gaal: Valdés er ekkert einsdæmi

Victor Valdés mun æfa með Manchester United á lokastigi bataferlisins …
Victor Valdés mun æfa með Manchester United á lokastigi bataferlisins eftir hnéaðgerðina. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United vildi ekki gefa of mikið uppi um það hvort til stæði að semja við markvörðinn Victor Valdés sem mun æfa með liðinu á meðan hann klárar að jafna sig eftir hnéaðgerð.

Valdés er samningslaus og frjáls ferða sinna eftir að hafa varið mark Barcelona um árabil. Þessi 32 ára Spánverji gæti átt eftir að ganga í raðir United og Van Gaal var spurður út í það á fréttamannafundi í dag.

„Manchester United er alltaf með augun opin. Ég hef gert þetta áður með fjölda leikmanna. Ég á í góðu sambandi við marga þeirra,“ sagði Van Gaal.

„Ég gaf Ronald de Boer og Edgar Davids tækifæri til að æfa hér áður fyrr. Valdés bætist núna í þennan hóp. Robin van Persie gerði þetta líka. Þegar hann var í hollenska landsliðshópnum leyfði ég honum að nota sjúkraaðstöðu okkar til að halda sér í formi fyrir HM. Þá var ég ekki stjóri United, svo þetta er eitthvað sem ég hef alltaf gert,“ sagði Van Gaal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert