Gylfi og Bony sáu um Leicester

Gylfi Þór Sigurðsson átti enn og aftur góðan leik í …
Gylfi Þór Sigurðsson átti enn og aftur góðan leik í dag. mbl.is/Ómar

Swansea komst upp fyrir Liverpool og Manchester United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 2:0-sigri á Leicester á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson átti stóran þátt í báðum mörkum áður en hann fór meiddur af leikvelli.

Fyrra markið kom á 34. mínútu eftir frábæran samleik Gylfa og Wilfried Bony sem skoraði markið. Bony skoraði einnig seinna markið á 57. mínútu eftir sendingu frá Jefferson Montero, en arkitektinn að því marki var Gylfi sem átti magnaða stungusendingu á Montero.

Gylfi hafði virst þjáður og honum var skipt af leikvelli strax eftir seinna markið. Meiðslin munu þó ekki vera alvarleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert