Rodgers: Áttum skilið að vinna

Mario Balotelli fékk dauðafæri til að tryggja Liverpool sigur í …
Mario Balotelli fékk dauðafæri til að tryggja Liverpool sigur í lokin en tókst ekki að nýta það. AFP

„Hvað frammistöðuna varðar þá vorum við frábærir, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við vorum hreint framúrskarandi,“ sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir markalausa jafnteflið við Hull í dag.

Liverpool tapaði 3:0 fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld og tókst ekki heldur að finna leiðina í mark Hull í dag, þrátt fyrir margar góðar tilraunir.

„Eftir erfiðan leik í vikunni þá var þetta frábær frammistaða hjá leikmönnunum og við áttum skilið að vinna. Mér fannst þetta bara vera tímaspursmál um hvenær við myndum skora, enda sköpuðum við góð færi og áttum 19 skot á mark. Ég get ekki beðið um meira frá mínum mönnum, þeir gáfu allt sitt í leikinn,“ sagði Rodgers.

Aðspurður um færið sem Mario Balotelli fékk undir lok leiks sagði Rodgers:

„Hann á eftir að svekkja sig yfir þessu. Fyrirgjöfin var fullkomin en hann opnaði fótinn of mikið og færið fór forgörðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert