Ensku liðin á eftir Piqué?

Gerard Piqué.
Gerard Piqué. AFP

Spænska íþróttadagblaðið Sport  fullyrðir í dag að ensku knattspyrnufélögin Chelsea, Manchester City og Manchester United vilji öll krækja í Gerard Piqué, miðvörð Barcelona og spænska landsliðsins.

Piqué var í röðum United sem ungur leikmaður en náði ekki að festa sig í sessi þar og sneri aftur til Barcelona. Hann er nú 27 ára gamall og ljóst að félagið þyrfti að greiða á milli 20-30 milljónir punda til að endurheimta hann.

Sport segir að Chelsea hefi þegar gefið til kynna að félagið sé tilbúið til að greiða 23 milljónir punda fyrir Piqué en þar á bæ sjái menn hann sem arftaka Johns Terry.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert