Afar mikið undir

Leikmenn Manchester United fagna marki í viðureigninni við Chelsea síðastliðinn …
Leikmenn Manchester United fagna marki í viðureigninni við Chelsea síðastliðinn sunnudag. mbl.is/afp

Fyrri orrustan um Manchester-borg verður útkljáð á Ethiad-vellinum á morgun þegar Englandsmeistarar Manchester City taka á móti erkifjendum sínum í Manchester United.

Þetta verður 151. rimma liða í deildinni. Eins og ávallt ríkir spenna og eftirvænting þegar Manchester-liðin leiða saman hesta sína og hvorugt lið má við því að tapa leiknum. Það verður því afar mikið undir í grannaslagnum.

City situr í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig en United er í áttunda sætinu með 13 stig. Hallað hefur undan fæti hjá Englandsmeisturunum en þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð, gegn West Ham í deildinni um síðustu helgi og féllu svo úr leik í deildabikarkeppninni með tapi á móti Newcastle á heimavelli. United hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, á móti WBA og Chelsea um síðustu helgi. Útivellirnir hafa verið að stríða þeim rauðklæddu en þeim hefur ekki tekist að vinna útileik í síðustu sex deildarleikjum.

Sjá forspjall um enska boltann í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert