Berahino efstur á óskalista Liverpool

Saido Berahino í leik á móti Manchester United.
Saido Berahino í leik á móti Manchester United. AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool vilji fá framherjann Saido Berahino til liðs við sig þegar opnað verður fyrir félagaskiptin í janúar.

Berahino leikur með WBA og hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með liðinu á leiktíðinni en hann hefur skorað 8 mörk á tímabilinu. Hann er metinn á 15 milljónir punda.

Framherjar Liverpool hafa ekki verið á skotskónum en þeir Mario Baloelli, Rickie Lambert og Fabio Borini hafa enn ekki náð að skora í deildinni á tímabilinu og Daniel Sturridge hefur verið frá keppni síðan í ágúst vegna meiðsla og verður ekki klár í slaginn fyrr en á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert