Langbesta aðsókn kvennaliðsins

Karen Carney í baráttu um knöttinn við Rússann Olgu Petrovu.
Karen Carney í baráttu um knöttinn við Rússann Olgu Petrovu. mbl.is/afp

Hvorki fleiri né færri en 55 þúsund áhorfendur verða á Wembley-leikvanginum á morgun þegar England og Þýskaland mætast þar í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu.

Uppselt er á leikinn en vegna framkvæmda í nágrenninu er ekki hægt að bjóða upp á fleiri miða.

Enska kvennalandsliðið hefur aldrei fengið aðra eins aðsókn en um 29 þúsund manns sáu það spila gegn Finnum í úrslitakeppni EM í Manchester fyrir níu árum, sem er það mesta til þessa. Áhuginn á liðinu er mikill á Englandi um þessar mundir, og þar hefur mikið að segja að það vann alla 10 leiki sína í undankeppni HM og tryggði sér sæti í lokakeppninni í Kanada á næsta ári með glans.

„Ég tel að það sé orðið ljóst að það er markaður fyrir hendi, fullt af fólki sem vill sjá okkur og fylgjast með okkur. Þetta er hreint ótrúlegt,“ sagði miðjumaðurinn Karen Carney við BBC í gær en hún spilar sinn 100. landsleik gegn þýsku Evrópumeisturunum á morgun. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert