Líkur á endurkomu aukast

Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu hjá Bolton.
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu hjá Bolton. Ljósmynd/bwfc.co.uk

Klæðist Eiður Smári Guðjohnsen keppnistreyju Bolton á ný eftir hálfs fimmtánda árs fjarveru?

Líkurnar á því virðast hafa aukist, miðað við ummæli knattspyrnustjóra félagsins, Neils Lennons, við staðarblaðið Bolton News í gær.

Eiður hefur æft með Bolton í tæpar tvær vikur með það í huga að fá samning við félagið sem er nú í fallbaráttu ensku B-deildarinnar. Ef um semst verður hann fjórði Íslendingurinn í deildinni í vetur en Aron Einar Gunnarsson spilar með Cardiff, Jóhann Berg Guðmundsson með Charlton og Kári Árnason með Rotherham.

Sjá fréttaskýringu um stöðu Eiðs í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert