Eriksen hetja Tottenham

Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham og fagnar því hér.
Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham og fagnar því hér. AFP

Tottenham vann í dag sætan sigur á Hull á útivelli, 2:1, eftir að hafa verið 1:0 undir í hálfleik. Hull missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik.

Jake Livermore kom Hull yfir snemma leiks en neitaði að fagna markinu enda Tottenham-maður að upplagi. Tottenham gekk illa að svara fyrir sig í fyrri hálfleiknum en hagur liðsins vænkaðist þegar Gastón Ramírez var rekinn af velli á 51. mínútu.

Ramírez sparkaði til Jan Vertonghen eftir að Belginn hafði gengið á hann þar sem hann lá á vellinum. Tottenham jafnaði svo metin 10 mínútum síðar þegar Harry Kane fylgdi eftir aukaspyrnu Christian Eriksen sem small í stönginni.

Eriksen reyndist svo hetja Tottenham þegar hann skoraði með góðu skoti utan teigs á 90. mínútu.

Með sigrinum komst Tottenham að hlið Arsenal og Everton í 8.-10. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki. Hull er með 11 stig í 16. sæti.

Fylgst var með gangi mála í leiknum í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Hull: McGregor, Elmohamady, Robertson, Dawson, Davies, Huddlestone, Livermore, Ramírez, Brady, Ben Arfa, Jelavic.

Tottenham: Lloris, Dier, Fazio, Vertonghen, Davies; Dembele, Mason, Eriksen, Lamela; Kane, Soldado.

ENSKI BOLTINN Í BEINNI

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert