Mannlegir og gerum mistök

Nathaniel Clyne fagnar eftir að hafa jafnað fyrir Southampton í …
Nathaniel Clyne fagnar eftir að hafa jafnað fyrir Southampton í leiknum í kvöld. AFP

„Við erum mannlegir og gerum mistök,“ sagði Ronald Koeman knattspyrnustjóri Southampton eftir jafnteflið, 1:1, gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Southampton, sem fékk aðeins fimm mörk á sig í fyrstu ellefu leikjunum fékk á sig sérstaklega klaufalegt mark eftir hálftíma gegn liðii sem hafði aðeins skorað fimm mörk á tímabilinu.

„Markið kom vegna algjörs misskilnings í vörn okkar en þannig er fótboltinn. Við eru mannlegir og getum því gert svona mistök. En þetta varð erfitt eftir að við lentum undir. Hver einasti leikur er stanslaus barátta og við vorum ívandræðum í kvöld, við náðum aldrei að spila á því getustigi sem þarf ef við ætlum að veita Manchester City keppni," sagði Koeman við BBC en Southampton fær Englandsmeistarana í heimsókn um næstu helgi. Tvö stig skilja liðin að í öðru og þriðja s æti.

Southampton á þar á eftir fyrir höndum leiki við Arsenal og Manchester United. „Við vitum að það er erfiður kafli framundan en við hlökkum til að mæta City. Það er ánægjulegt að mæta s líkum liðum og sýna hvað við getum gegn þeim. En  til að eiga möguleika í þeim leik verðum við að sýna meiri gæði fyrir framan markið en við gerðum í kvöld," sagði Koeman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert