Þetta er brjálæði

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton.
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton. AFP

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, fær nú að kynnast því af eigin raun hvernig leikjadagskráin er hjá enskum liðum um jól og áramót. Koeman er á sínu fyrsta tímabili á Englandi, og líst ekkert á það sem framundan er hjá sínum mönnum.

„Þetta er brjálæði. Við eigum að spila 26. og 28. desember og 1. janúar. Svo gætum við líka átt bikarleik 3. janúar. Við eigum svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum," sagði Koeman, og hefur eins og margir aðrir sem koma til Englands frá meginlandinu furðað sig á því hversvegna ekkert vetrarfrí er gefið þar.

Undir stjórn Hollendingsins hefur Southampton komið geysilega á óvart, er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið á sig 5 mörk á tímabilinu.

Southampton sækir Aston Villa heim í síðasta leik 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þar mætast lið sem hefur aðeins skorað 5 mörk og lið sem hefur bara fengið 5 mörk á sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert