Wenger verður að viðurkenna mistök

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Rússneski kaupsýslumaðurinn Alisher Usmanov, sem er einn stærstu hluthafanna í enska knattspyrnufélaginu Arsenal, segir að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger verði að viðurkenna þau mistök sem hann hafi gert, ef hann ætlar sér að fá meira út úr liðinu.

Arsenal hefur aðeins unnið fjóra af fyrstu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 8. sæti, fimmtán stigum á eftir toppliðinu, Chelsea, og tapaði fyrir Manchester United, 1:2, á heimavelli á laugardaginn.

„Enginn snillingur getur haldið sér í sama gæðaflokki, ef hann viðurkennir ekki þau mistök sem hann gerir. Arsenal þarf að styrkja sig alls staðar á vellinum til að vera samkeppnishæft við lið á borð við Manchester City og Chelsea. En Wenger á að fá tækifæri til að koma þessu á rétta braut. Hann er einn fremsti þjálfarinn, ekki bara í Evrópu heldur í heimsfótboltanum," sagði Usmanov í viðtali við CNBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert