Stuðningsmenn Villa vonsviknir

Darren Bent, til vinstri, í leik með Aston Villa.
Darren Bent, til vinstri, í leik með Aston Villa. AFP

Paul Lambert, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur lánað sóknarmanninn Darren Bent til B-deildarliðsins Brighton, þrátt fyrir að lið hans eigi í stökustu vandræðum með að skora mörk.

Bent er mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Aston Villa og í skoðanakönnun sem Birmingham Mail gerði vilja 80 prósent þeirra að Bent sé í byrjunarliðinu. Það er því ljóst að vonbrigðin með þessa ákvörðun Lamberts er mikil í þeirra röðum.

Aston Villa hefur aðeins skorað 6 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum. Bent hefur komið við sögu í sjö leikjanna en aldrei fengið að byrja inná og hefur ekki skorað mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert