Þrír mánuðir hjá Wilshere

Jack Wilshere situr meiddur á vellinum í leiknum á laugardaginn.
Jack Wilshere situr meiddur á vellinum í leiknum á laugardaginn. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal staðfesti í dag að miðjumaðurinn Jack Wilshere hefði farið í uppskurð á ökkla og yrði frá keppni næstu þrjá mánuði.

Wilshere meiddist í leik Arsenal  gegn Manchester United síðasta laugardag en liðbönd í ökklanum slitnuðu. Það er því ólíklegt að hann  verði tilbúinn í slaginn þegar Arsenal spilar í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert